Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 237. máls.
136. löggjafarþing 2008–2009.
Þskj. 393  —  237. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 18. des.)



1. gr.


    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 6. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „ellefu hundraðshluta álags“ í 1. málsl. kemur: sjö hundraðshluta álags.
     b.      2. málsl. fellur brott.
     c.      Í stað orðanna „1. janúar og 1. júlí ár hvert“ í 3. málsl. kemur: fyrsta dag hvers mánaðar.

2. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2009.